miðvikudagur, júlí 13

i saw the sign and it opened up my eyes I saw the SIGN

ég get ekki sofið....ég er í nýrri íbúð í ókunnugu rúmi og mallinn minn öskrar á eitthvað að borða úr ísskap sem ég ekki á....ljósið fór á óguðlegum tíma í morgun og ég er í íbúðinni hjá kötlurúnogoddný... ég var alveg viss um að ég myndi rotast um leið enda mjög syfjuð og hálf tussuleg en nei, allt kom fyrir ekki og ég skellti mér í eina sjálfsskoðun sem og pælingar um hvort að heimurinn sé á leið til helvítis...

hér höfum við mikið notast við metró eða neðanjarðar strætó/lestir fyrir þá sem ekki hafa prófað eða séð slíka gripi. Venjulega er ekkert merkilegt að fara í metró og ef eitthvað eiginlega bara loftlaust og leiðinlegt þar sem að fólk er sveitt og starir á þig sveitta...London lendir í hryðjuverkaárás á metró kerfið, hressandi það. Ég og ljósið eyddum þeim degi í að spá og spöglera í málinum frá hinum og þessum hliðum sem ég skal fara í eftir smá en fyrst að klára þessa sögu (ég veð víst svolítið úr einu í annað..). Við erum sémsagt að fara í metró á stöðinni okkar Fontana. Ég rölti niur þessar 823 tröppur frekar þurr í hálsinum með svitan að perla niður ennið mitt og sundbuxurnar klessar upp í rassinn, average day metró ferð. Ég sest niður við hlið ljósins og kíki á hversu langt er í næsta metró, bara 3 mín, ekki svo slæmt á móti 27 mín heima á íslandi...Í sakleysi mínu og svita verður mér litið upp a gamlan sjötugan ofursveittan kall sem blikkar mig og segir:OLA TJÍKA.... JÁ ER ÞAÐ!! ég gat ekkert sagt nema bara að gapa af undrun yfir því að hafa verið blikkuð af kalli sem er eldri en unglegi afi minn og örugglega á við þrefalda mig í líkamsmassa...og hvað, haldiði ekki bara að ég hafi ekki snúið mér og við og gargað eldrauð í framan: OLA SEXY SENJOR...nei i alvörunni, hvernig datt þessum gamla krumpaða manni að gyðja eins og ég frá NORðURLÖNDUNUM hvorki meira né minna myndi svara slikri kveðju; senda honum fingurkoss, alveg sjúk i einn krumpaðann??
jæja, svona eru gömlu perrarnir bara á spáni og ég get víst lítið breytt því EN sagan heldur áfram. Blindfullur skítugur strákur í klipptum hermannabuxum sem voru orðnar sítt pils tillir sér svona líka nett hjá mér og fer að spyrja mig um leiðbeiningar, einmitt það sem ég var að fara að standa í og taka að mér; leiðbeina og aðstoða fullan og vitlausan strák sem er skítugur og með dredda! ég hélt nú ekki og bara snéri mér undan og þar með var það mál dautt, nema þegar að ljósið sagði að hann væri að fara á sama stað og við....áfram með smjörið! Loksins kemur metróinn og við förum inn og staðsetjum okkur við vel valda súlu og byrjum að skoða fólkið í kringum okkur svona eins og venja er. Jújú, hr.sóða dreddi er rétt hjá sem og 3 kanastrákar að bakpokast og eitt par að kela; allt leit mjög venjulega út..... þangað til að ljósin fóru að detta út..METRÓ VARÐ LJÓSLAUS!! bara alveg dimmt og engin birta, langt neðanjarðar í ormagöngum sem enginn uppi á jörðinni finnur fyrir eða pælir í...fyrsta sem okkur ljósinu datt í hug var að fara og faðma einhverja norsara eða frakka, allavega koma okkur sem lengst frá þessum könum, vildum sko ekki vera bendlaðar við hlutina sem byrja á B (bush,bna,blair..etc..) við sættumst á a faðma hvort aðra og silfursúluna okkar....vá hvað ég varð glöð þegar lítil ljóstíra birtist og svo kviknaði á öllum ljósunum og aftur varð bjart í orminum...
þá tók við farandsöngvarinn sem byrjaði að góla af öllum lífs og sálar kröftum GVANTANAMERA..LA VÍDA GVATNAAAAAMERAAAAA...og glimra á þennan líka hressandi og falska gítar sinn... þá endanlega játaði ég vanmátt minn fyrir almættinu eins og AA maðurinn sem tók við flöskunni og henti henni útum svalirnar, ég bara gat ekki meira af svona drama og "spennu".
þegar við komum úr holunni með augun pírð eins og moldvarpa eða kannski blómin sem liggja í dvala á veturnar sem eru svo glöð að fá loksins D-vítamín skammtinn sinn frá sólinni lofaði ljósið mér að héðan í frá skildum við taka ofanjarðar orma sem kenndir erum við strætóa eins og á íslandinu góða.

ég hef sjaldan haft skoðun á vatni en núna get ég sagt að ég hafi smakkað vont vatn sem meira að segja var úr flösku, spáið í það!
Skrýtið að það þurfi að senda eina litla senjorítu til annars lands til að meta það sem hún hefur heima hjá sér við höndina á hverjum degi og þá á ég ekki einungis við vatnið...

lífið hér á spáni virðist nú samt vera bara nokkuð gott...ég er búin að vera í smá plast kúlu þar sem að ljósið sér um að tala og rata en nú verð ég meira og minna ein í 4 daga og fæ að láta reyna á hvað ég hef lært og náð að pikka upp; ég meira að segja held ég kunni að segja skóstærðina mína á þessu ágæta ´tungumáli,sem og biðja um reikning, spyrja hvað hlutir kosta og verið með almennar kurteisivenjur...ekki slæmt það!

ljósið gladdi mig mjög um daginn þegar hún sagðist vilja fara á Starbucks og fór meira að segja að tala um ostaköku...mmmm....ég stundi af ánægju og gleði þegar ostakakan snerti tungubroddin sem svo leyfði partýinu að hefjast í munninum þegar herlegheitunum var skolað niður með venti mocca frappucino light..namminamminammi...gott ef maður splæsi ekki svoleiðis gotteríi á sig seinasta daginn sinn hér í BCN...

seinasta kvöldið fór í mikið spjall og krufningu og uppgjör hinna og þessa mála sem brenna á 23 ára stelpum sem enn eru bara stelpur en ekki ungar konur... ljósið talaði um að kannski á næstu 10 árum förum við í fjölskyldugírinn...ég hætti að draga andann í hálfa mínútu og hjartad sleppti úr nokkrum slögum...en það er svo stutt síðan ég var 13 ára og í fyrstu ástarsorginni minni,skýjum ofar og prodigy tónleikum,fyrsta sleiknum, fyrsta alvöru kærastanum,fyrsta fylleríinu að hlusta á robba chronic og finnast hann THE MAN on da radio....og tíminn er bara að fara að líða hraðar eftir því sem maður eldist, þar er alveg klárt mál, meira að segja röklega séð og allt!! en ég er bara stelpa, ég á ekki einu sinni kærasta og veit ekki einu sinni hvernig mér finnist að hann eigi að vera; ég á enn eftir svo mikið í námi og að búa í útlöndum og læra annað tungumál og fara í meira nám líka í útlöndum og svo kannski bakpokast og svo kannski skrifa bók og fara út á vinnumarkaðinn! ég verð orðinn fimmtug, barnslaus með fleiri elskhuga en frönsk gleðikona að leigja í Þingholtunum með kisunni minni og kaktusinum karli....
eg er bara stelpa, vá hvað ég skil lagið þitt elsku britney spjót: i´m not a girl..not yet a woman..all I need is time a moment that is mine..
kannski að taka það fram að ég kann þennan part af laginu, ég er ekki a hlusta á það núna né á ég diskinn...

ég sem er enn með viðmiðunarstikuna við 25 ára, mér líður eins og þá gerast flugeldar og skyndilega spretta fram brjóst og ég fæ hár að neðan, þá kannski verð ég orðin þessi kona... en vá, eftir 2 ár, tja ég veit nú ekki sko.... fínt að vera bara stelpulingur...

bush og blair spila Risk eins og litlir strákar úr grafarholtinu sem voru saman í einkaskóla en ekki saman í bekk, á meðan verðum við hin bara að bíða og vona að bombunum fari að ljúka og og þeir Béin verði þreyttir á að spila leikinn og uppgvöti kannski Monapoly sem þeir hafa stundum leikið ef enginn nennir að spila Risk með þeim...
ástandið veldur mér miklu hugarangri og áhyggjum og minnir mig á maurstærð mína...

kannski væri nú bara ágætt ef ég reyndi að leggja mig aðeins og róa magann minn sem er í algeri uppnámi eftir tal um ostaköku og að finna ilminn að oreo kexinu sem er á borðinu....

mín sýn á bcn:
*ruslakallarnir koma á nóttunni og hafa hátt og það kemur svakalega vond lykt þegar þeir keyra framhjá og taka ruslið
*allir hundar hafa niðurgang og er ég að spá í að gefa ljósinu túttur á fæturnar sínar í jólagjöf
*sangría er bara ekkert spes
*það er litill fiskur sem kenndur er við sardínu á ÖLLU
*það er gott að leyfa brjóstunum að sjá sólina og vera ekki með háu ljósin á eins og heima þegar maður neyðist til að troða þessum elsku í haldara..
*vatnið er svaka dýrt, rafmagn er svaka dýrt,
*her eru færri skordýr en á frónni
*fólk er making out allstaðar, einkar hressandi fyrir stelpu sem er á lausu og fór ekki að verða sorry yfir karlmannsleysi fyrr en slefið af parinu á næsta borði skaust yfir á patatas bravasið mitt

ljósið setti inn myndir á síðuna sína....

þangað til við hittumst hress á frónni bið ég bara að heilsa og hvet fólk sem les til að leggja endilega inn eitt komment eða svo annars hætti ég bara! og hananú!

adios amigos.....

7 ummæli:

eks sagði...

kvitti kvitt, því ég vill sko ekki að þú hættir að skrifa :)

Nafnlaus sagði...

Comment....

Mystery Man

Nafnlaus sagði...

Það er ekki svo að maður brosi ekki út í annað þegar maður sest niður og meðtekur Sigguna á skjánum. Ég er 31 og er ennþá bara stelpa. Ég held að þess vegna sé ég ekki búin að gifta mig. Það að verða frú finnst mér bara hljóma svo gamalt. Ég verð allavegana stelpa þangað til.
KJ

Nafnlaus sagði...

ahhhhh....
takk fyrir að kommenta, nú er sko glöð :)
mín er á leið í túrista strætó að skoða Barcelona og svo kannski bara oggiponsi á ströndina :) stelpan kemur heim á laugardagskveldinu og gott ef ekki maður fari og hristi á sér rassinn..alrei að vita...
en já, takk enn og aftur fyrir kommentin...
sigga sem er bara stelpa

Nafnlaus sagði...

Hae Sigga Dogg.
Ég les alltaf reglulega og mér finnst thad einkar skemmtilegt. Med skemmtilegri bloggskrifum sem ég les. Ég er stodd á Spáni líka, reyndar á 100% túristastad, en mikid gasalega er ég sammála thér med sýn thína á spáni. Svo var ég líka heillengi ad finna hina einu réttu vatnstegund, alltof mikid plastbragd af hinum ;)

Gaman ad lesa um thig chika ;)

Nafnlaus sagði...

en gaman að sjá svona mörg komment! og hey, anna alberts, ég les einmitt bloggið þitt líka og hef gaman af ;) túrista staðir geta verið svakalega fínir þegar maður fer í ruglið og sólin....

eks sagði...

VELKOMIN HEIM :)